top of page

Collage 

 í æsku hafði ég mikinn áhuga fyrir bifreiðum, fjölbreytni þeirra og tegundum.  Þekkti þá gjarnan vel eftir árgerð og tegundum.  Af þeim ahuga spratt söfnun á bílabæklingum með vel myndsrkeyttum myndum og uppstillingum.  Til að færa þetta í samhengi notaði ég úrklippur úr þeim til að búa til mínar eigin útgáfur af klippimyndum.  Eftilvill hafði Erró einnig ahrif á minn ahgua á úrklippum og hvernig hægt væri að tengja mismundandi tíma og heima í einann myndflöt.  
Sienna að árum höfðai textagerðin og fletirnir meria til mín og nota textafleti, litafleti og myndir til að skapa ákveðna stemmningu á myndfleti. 
Eftir að ég fór að flétta gömlum þýskum húsbýlablöðum frá sjötta og sjöunda áráatugnum sem safnast höfðu i foreldrahúsi, hreyfst ég af bæði hönnun auglýsinga, textagerðar og framsetningu.  Er mér komst til eignablaðasafnið fór ég að fikra mig áfram með að nota efnistök þaðan í myndflatir blandað við litaða fleti.  
Eftir því sem tæknin hefur þróast sæki ég hugmyndir í blaðastanda sem gjarnan standa við fjölfarna slóðir í borgum og bæjum Evrópu til að koma viðburðum og auglýsingum á framfæri.  Með aldrinum fá þessir standar ákveðna áferð og sögu um þann fjölda veggspjalda sem límd hafa verið á flötinn og skilja eftir sig ýmis spor umliggin nýjum veggspjöldum.  
Allur þessi fljötur mynda ávkeðna endurtekningu, sögu og munstur formuð í texta og litaflötum. 

bottom of page